[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
HM í Doha Bjarni Heglason bjarnih@mbl.

HM í Doha

Bjarni Heglason

bjarnih@mbl.is

Hlauparinn Donavan Brazier frá Bandaríkjunum varð heimsmeistari í fyrsta sinn í gær þegar hann kom í mark á tímanum 1:42,34 í 800 metra hlaupi karla á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem fram fer í Doha í Katar.

Brazier, sem er 22 ára gamall, sló mótsmet Keníumannsins Billy Konchellah frá 1987 um tæplega eina og hálfa sekúndu en sá tími var 1:43,60. Amel Tuka frá Bosníu varð annar á tímanum 1:43,47 og Ferguson Cheruiyot Rotich frá Keníu varð þriðji á tímanum 1:48,82..

Spretthlauparinn Noah Lyles frá Bandaríkjunum kom fyrstur í mark í 200 metra hlaupi karla en Lyles kom í mark á tímanum 19,83 sekúndur og var tólf hundraðshlutum úr sekúndu á undan næsta manni.

Andre De Grasse frá Kanada sem varð annar á tímanum 19,95 sekúndum og Alex Quinónez frá Ekvador kom þriðji í mark á tímanum 19,98 sekúndur. Þetta voru fyrstu verðlaun Lyles á heimsmeistaramóti en hann er einungis 22 ára gamall.

Kelsey-Lee Barber frá Ástralíu bar sigur úr býtum í spjótkasti kvenna en þetta var fyrsti heimsmeistaratitill Barber í spjótkasti. Hún var fjórða fyrir lokakast sitt þar sem hún hafði lengst kastað 63,65 metra.

Hún kastaði spjótinu 66,56 metra í lokakastinu og fór þar með fram úr þeim Shiying Liu og Huihui Lyu frá Kína. Besti árangur Barber á heimsmeistaramóti var tíunda sætið í Lundúnum árið 2017 en hún er 28 ára gömul.

Þá fagnaði Sam Kendrick frá Bandaríkjunum sigri í stangarstökku karla en hann stökk hæst 5,97 metra. Svíinn Armand Duplantis hafnaði í öðru sæti og Pólverjinn Piotr Lisek í þriðja sæti.