Á Bolafjalli Pallurinn yrði spennandi valkostur fyrir ferðamenn og útsýni þaðan einstakt.
Á Bolafjalli Pallurinn yrði spennandi valkostur fyrir ferðamenn og útsýni þaðan einstakt.
Bolungarvíkurkaupstaður hefur óskað eftir tilboðum í byggingu útsýnispalls á Bolafjalli. Meðal helstu verkþátta eru borun og festing bergbolta, smíði og uppsetning stálvirkis og frágangur yfirborðs. Verkinu skal að fullu lokið 15.

Bolungarvíkurkaupstaður hefur óskað eftir tilboðum í byggingu útsýnispalls á Bolafjalli. Meðal helstu verkþátta eru borun og festing bergbolta, smíði og uppsetning stálvirkis og frágangur yfirborðs. Verkinu skal að fullu lokið 15. október 2021 og verða tilboð opnuð í lok október. Sótt verður um framlag úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða vegna verkefnisins. Ekki verður um venjulegan útsýnispall að ræða, en hann á að slúta út fyrir brún Bolafjalls í rúmlega 600 metra hæð. Vegur er upp á fjallið og þar hefur lengi verið ratsjárstöð.

Í febrúar voru veitt verðlaun í samkeppni um mannvirkið og bar tillaga frá Landmótun, Sei-arkitektum og Argosi sigur úr býtum. Í áliti dómnefndar kemur fram að vinningstillagan sé látlaus en afar sterk hugmynd sem virði umhverfið og beri það ekki ofurliði. Í fréttatilkynningu sagði að ljóst væri að útsýnispallurinn myndi verða eitt af helstu kennileitum í ferðaþjónustu á Vestfjörðum og vinsæll viðkomustaður ferðamanna á svæðinu, en unnið hefur verið að því að fjölga ferðamönnum fyrir vestan.