Kennileiti Guðjón Samúelsson teiknaði Hallgrímskirkju.
Kennileiti Guðjón Samúelsson teiknaði Hallgrímskirkju. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Arkitektafélagi Íslands barst nýverið 1,5 milljóna króna höfundarréttargreiðsla frá Myndstefi fyrir verk Guðjóns Samúelssonar, húsameistara ríkisins.
Arkitektafélagi Íslands barst nýverið 1,5 milljóna króna höfundarréttargreiðsla frá Myndstefi fyrir verk Guðjóns Samúelssonar, húsameistara ríkisins. „Þessi peningur er veruleg upphæð fyrir félagið og mun það verja þessu fjármagni á sem skynsamlegasta máta félagsmönnum og almenningi til góðs,“ segir Gerður Jónsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins, í tilkynningu til fjölmiðla. Þar kemur fram að þegar Guðjón féll frá árið 1950 hafi hann verið ókvæntur og barnlaus. Hann lét eftir sig erfðaskrá þar sem fram kemur að „það sem verður afgangs af eignum hans skuli renna til Arkitektafélags Íslands og skal peningum varið í að útbreiða þekkingu á húsagerðarlist sérstaklega í íslenskum anda“. Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að 25. apríl 2020 verði 70 ár liðin frá andláti Guðjóns, en skv. 43. gr. höfundarlaganna helst höfundarréttur í 70 ár. „Það þýðir að áramótin 2020-2021 fellur höfundarréttur á verkum Guðjóns niður.“