Rekstrarhagnaður nam að meðaltali 15 milljónum króna árið 2018.
Rekstrarhagnaður nam að meðaltali 15 milljónum króna árið 2018. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Byggingariðnaður Afkoma fyrirtækja í byggingariðnaði er farin að dragast saman eftir mikinn vöxt frá árinu 2011. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Creditinfo á rekstrarniðurstöðum þeirra byggingarfyrirtækja sem skilað hafa ársreikningi fyrir árið 2018.

Byggingariðnaður

Afkoma fyrirtækja í byggingariðnaði er farin að dragast saman eftir mikinn vöxt frá árinu 2011. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Creditinfo á rekstrarniðurstöðum þeirra byggingarfyrirtækja sem skilað hafa ársreikningi fyrir árið 2018. Rekstrarhagnaður þeirra byggingarfyrirtækja sem hafa skilað ársreikningi nam að meðaltali 15 milljónum króna árið 2018 og hefur dregist saman um eina milljón króna frá árinu áður. Hið sama gildir um rekstrarhagnað byggingarfyrirtækja fyrir fjármagnsliði og afskriftir sem drógust einnig lítillega saman á milli ára.

Kári Finnsson, viðskiptastjóri hjá Creditinfo, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að þróunin sé eftirtektarverð. „Byggingargeirinn virðist standa nokkuð vel þótt meðalafkoman dragist saman á milli ára. Þetta gæti verið vísbending um að ákveðnum toppi hefði verið náð í rekstri byggingarfyritækja á árinu 2017.“

Hlutfall byggingarfyrirtækja á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki hefur vaxið jafnt og þétt frá árinu 2014 til ársins 2018.

Creditinfo mun gefa út lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki hinn 23. október nk. Sama dag kemur út sérblað í samstarfi við Morgunblaðið.