— Ljósmyndir/Mikael Sigurðsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Nokkrir fuglaáhugamenn af Norður- og Suðurlandi héldu austur um síðustu helgi til að kanna hvað sunnanvindarnir hefðu borið þangað af evrópskum flækingsfuglum dagana á undan. Á Höfn bættust svo tveir þaulreyndir garpar í hópinn.

Nokkrir fuglaáhugamenn af Norður- og Suðurlandi héldu austur um síðustu helgi til að kanna hvað sunnanvindarnir hefðu borið þangað af evrópskum flækingsfuglum dagana á undan. Á Höfn bættust svo tveir þaulreyndir garpar í hópinn. Leitað var allt frá Vöðlavík í norðri og að Hofi í Öræfum. Á þremur dögum sáust alls 20 fuglategundir. Þetta voru nánar tiltekið fjöruspói (21), flekkugrípur (3), garðsöngvari (4), glóbrystingur (4), gransöngvari (10+), grágrípur (2), gráhegri (1), grænsöngvari (2), hauksöngvari (2), hettusöngvari (13), hnoðrasöngvari (36), hringdúfa (4), landsvala (8), laufsöngvari (6), moldþröstur, sem er amerísk tegund, sárasjaldgæf (1), netlusöngvari (10), rósafin/ka (2), svartsvanur (1), söngþröstur (2) og vallskvetta (1). Á myndinni til vinstri er garðsöngvari og hettusöngvari til hægri. Þá má geta þess að á föstudag sást förufálki í Keflavík við Látrabjarg og á sunnudag kom næturgali í mistnet á Reykjanesi. sae@sae.is