Guðrún Eva Mínervudóttir og Friðgeir Einarsson koma saman til að ræða ný og eldri verk, framtíðardrauma og hversdagsvenjur í Borgarbókasafninu í Gerðubergi í kvöld kl. 20.
Guðrún Eva Mínervudóttir og Friðgeir Einarsson koma saman til að ræða ný og eldri verk, framtíðardrauma og hversdagsvenjur í Borgarbókasafninu í Gerðubergi í kvöld kl. 20. Bókakaffi í Gerðubergi er hluti svokallaðra Kaffistunda sem boðið er upp á reglulega í menningarhúsum Borgarbókasafnsins. Þar koma bókunnendur, lestrarhestar, rithöfundar og skáld saman og deila ást sinni á bókmenntum.