Daníel Bjarnason
Daníel Bjarnason
Vegna mikillar eftirspurnar og fjölda áskorana hefur Sinfóníuhljómsveit Íslands bætt við aukatónleikum þann 8. nóvember með sveitinni ásamt Víkingi Heiðari Ólafssyni og Daníel Bjarnasyni, en strax seldist upp á tónleikana 7. nóvember.
Vegna mikillar eftirspurnar og fjölda áskorana hefur Sinfóníuhljómsveit Íslands bætt við aukatónleikum þann 8. nóvember með sveitinni ásamt Víkingi Heiðari Ólafssyni og Daníel Bjarnasyni, en strax seldist upp á tónleikana 7. nóvember. Tónleikarnir eru upphitun fyrir tónleikaferð SÍ til Þýskalands og Austurríkis síðar í mánuðinum. Á tónleikunum leikur Víkingur píanókonsertinn Processions eftir Daníel Bjarnason ásamt því að Radovan Vlatkovic flytur hornkonsert nr. 3 eftir Mozart. Einnig leikur sveitin þætti úr Pétri Gauti eftir Grieg og fimmtu sinfóníu Sibeliusar undir stjórn Daníels.