Svalur Ólíkt núverandi Bandaríkjaforseta er Obama býsna svalur og kann að meta gott spaug.
Svalur Ólíkt núverandi Bandaríkjaforseta er Obama býsna svalur og kann að meta gott spaug. — AFP
Bandaríski leikarinn Zach Galifianakis er mikill grínmeistari og viðtalsþættir hans, Between Two Ferns, eða Milli tveggja burkna, skylduáhorf fyrir unnendur góðs spaugs.

Bandaríski leikarinn Zach Galifianakis er mikill grínmeistari og viðtalsþættir hans, Between Two Ferns, eða Milli tveggja burkna, skylduáhorf fyrir unnendur góðs spaugs. Er þar ekki um raunverulega viðtalsþætti að ræða heldur grínþætti á vefnum Funny or Die þar sem Galifianakis fær til sín hin ýmsu frægðarmenni og þykist vera að taka við þau alvarleg viðtöl. Þurfa frægðarmennin að hafa sig öll við að hlæja ekki að ótrúlega kjánalegum og oftar en ekki dónalegum spurningum Galifianakis. Má sem dæmi nefna spurningu sem Brad Pitt fékk: Heldurðu að fólk einblíni of mikið á útlit þitt og átti sig þar af leiðandi ekki á því að þú ert bara lélegur leikari?

Gestir Galifianakis eru ekki allir leikarar eða leikkonur því hann hefur líka fengið til sín stjórnmálamenn, núverandi og fyrrverandi. Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er þeirra á meðal og er að vanda með eindæmum svalur. Obama lætur Galifianakis ekki valta yfir sig og tekur hreinlega völdin af spyrjandanum. „Hvernig tilfinning er það að vera síðasti svarti forseti Bandaríkjanna?“ spyr Galifianakis og Obama spyr á móti: „Hvernig tilfinning er að vita að þetta sé í síðasta sinn sem þú færð að tala við forseta?“

Þættina má líka finna á YouTube og á Netflix má nú sjá gerviheimildarmynd um þættina, Between Two Ferns: The Movie.

Helgi Snær Sigurðsson

Höf.: Helgi Snær Sigurðsson