Fjögur Serge Gnabry fagnar einu marka sinna gegn Tottenham í gær.
Fjögur Serge Gnabry fagnar einu marka sinna gegn Tottenham í gær. — AFP
Serge Gnabry var í miklu stuði þegar hann snéri aftur til London í gær og skoraði fjögur mörk fyrir Bayern München sem rótburstaði Tottenham Hotspur 7:2 í Meistaradeild Evrópu.

Serge Gnabry var í miklu stuði þegar hann snéri aftur til London í gær og skoraði fjögur mörk fyrir Bayern München sem rótburstaði Tottenham Hotspur 7:2 í Meistaradeild Evrópu. Gnabry er þýskur landsliðsmaður en bjó í borginni í fjögur ár þegar hann var leikmaður Arsenal frá 2012 2016.

Þótt flestir hafi sjálfsagt búist við því að þýski risinn ynni leikinn þá bjóst væntanlega enginn við því að Bæjarar skoruðu sjö mörk. Tottenham fékk meira að segja óskabyrjun í leiknum þegar Heung-Min Son kom liðinu í 1:0 á 12. mínútu. Þess ber að geta að ekki tók það Joshua Kimmich nema þrjár mínútur að jafna. Bayern skoraði þrjú síðustu mörk leiksin á 83., 87. og 88. mínútu. Robert Lewandowski skoraði tvö fyrir Bayern en Harry Kane skoraði síðara mark Tottenham.

Bayern München byrjaði síðasta tímabil illa og missti þá Dortmund töluvert á undan sér en virðist ekki ætla að brenna sig á því aftur og liðið er afar sannfærandi um þessar mundir. Bayern er með 6 stig, Rauða Stjarnan frá Belgrað 3 stig en Tottenham og Olympiacos 1 stig.

Real Madrid er í basli í Meistaradeildinni eftir tvo fyrstu leikina. Liðið tapaði illa fyrir PSG á útivelli í fyrsta leik og í gær gerði liðið 2:2 jafntefli gegn Club Brugge í Madrid. Belgarnir komust í 2:0 með mörkum frá Emmanuel Dennis en Madridingar náðu að skora tvö mörk í síðari hálfleik og jafna. Sergio Ramos og Casemiro voru þar á ferðinni. Real sem sigraði í keppninni 2016-2018 þarf að hrista af sér slenið ætli liðið sér að komast áfram. PSG er komið með 6 stig og Club Brugge er með 2 stig. Galatasaray er með 1 stig eins og Real. Madrídingar eru þó á toppnum á Spáni og byrjun liðsins á tímabilinu því ekki alslæm.

Juventus hefur ekki sigrað í keppninni síðan 1996 sem þykir ekki merkilegt á þeim bæ. Liðið vann Bayer Leverkusen 3:0 í gær og er með 4 stig í D-riðli eins og Atletico Madrid sem vann Lokomotiv Moskva á útivelli 2:0.

Ensku meistararnir í Manchester City eru með 6 stig í C-riðli eftir 2:0 sigur á Dinamo Zagreb. kris@mbl.is