Tillaga sjálfstæðismanna um að nýta forgangsakreinar fyrir almenningssamgöngur í Reykjavík jafnframt sem samferðabrautir fyrir þá sem fjölmenna í bíla í samfloti, þrír eða fleiri, og draga þar með úr bílaumferð með bættri nýtingu var felld á fundi...
Tillaga sjálfstæðismanna um að nýta forgangsakreinar fyrir almenningssamgöngur í Reykjavík jafnframt sem samferðabrautir fyrir þá sem fjölmenna í bíla í samfloti, þrír eða fleiri, og draga þar með úr bílaumferð með bættri nýtingu var felld á fundi borgarstjórnar í gær. Jórunn Pála Jónasdóttir tillöguflytjandi benti á í umræðunni um tillöguna í borgarstjórn að lausnin væri skjótvirk leið til að tappa af umferðarvandanum samstundis. Afgreiðsla borgarstjórnar væri vonbrigði en sjálfstæðismenn myndu beita sér fyrir að málið yrði tekið upp við nánari mótun samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga.