Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfuknattleik, lék í gær Evrópuleik með sænska liðinu Borås.
Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfuknattleik, lék í gær Evrópuleik með sænska liðinu Borås. Elvar skoraði sjö stig en mátti sætta sig við tap gegn tyrkneska liðinu Pinar Karsiyaka á heimavelli 70:77 í undankeppni Evrópubikars FIBA í körfuknattleik. Liðin eiga eftir að mætast í Tyrklandi og tyrkneska liðið á því alla möguleika á að komast áfram í riðlakeppnina.
Elvar lék í tæpar 24 mínútur í og tók fimm fráköst auk þess að gefa fjórar stoðsendingar á samherja sína. sport@mbl.is