— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Lóa Margrét Hauksdóttir og Snæfríður Edda Ragnarsdóttir, 11 ára, stóðu í gær fyrir mótmælum gegn áformum borgarinnar um að byggja hús á Vatnshólnum við Háteigsveg sem þær segja að sé vinsælt leiksvæði barna.
Lóa Margrét Hauksdóttir og Snæfríður Edda Ragnarsdóttir, 11 ára, stóðu í gær fyrir mótmælum gegn áformum borgarinnar um að byggja hús á Vatnshólnum við Háteigsveg sem þær segja að sé vinsælt leiksvæði barna. Þær marseruðu um svæðið ásamt fleiri börnum í um klukkutíma og hengdu m.a. upp ámálaðan borða með slagorðinu: Ekki stoppa ævintýrin okkar! Hvasst og blautt veður var og því stóðu mótmælin yfir í styttri tíma en áætlað var. Hafa stúlkurnar þegar safnað 100 undirskrifum og stefna á fund með borgarstjóra um málefnið.