Hlutabréf Úrvalsvísitalan lækkaði.
Hlutabréf Úrvalsvísitalan lækkaði.
Úrvalsvísitala aðallista Kauphallar Íslands lækkaði í gær um 0,73%. Vísitalan hefur nú lækkað um 5,88% á einum mánuði, en á þessu ári hefur hún hækkað um 16,9%.

Úrvalsvísitala aðallista Kauphallar Íslands lækkaði í gær um 0,73%. Vísitalan hefur nú lækkað um 5,88% á einum mánuði, en á þessu ári hefur hún hækkað um 16,9%.

Eftir mikla lækkun í fyrradag hækkaði verð hlutabréfa í Kviku banka aftur í gær, eða um 2,41% í 196 milljóna króna viðskiptum. Stendur gengi bankans eftir viðskipti gærdagsins í 9,33 krónum á hvern hlut. Næstmesta hækkun gærdagsins varð á bréfum í tryggingafélaginu VÍS, sem hækkuðu um 1,35% í 207 milljóna króna viðskiptum. Bréf í öðru tryggingafélagi, Sjóvá, hækkuðu einnig í gær, um 1,32% í 224 milljóna króna viðskiptum.

Mest lækkun í gær varð á bréfum Marel, um 1,72%.