Pólsk einstefna. N-AV Norður &spade;10765 &heart;KD9854 ⋄K &klubs;K2 Vestur Austur &spade;K8 &spade;ÁD4 &heart;2 &heart;763 ⋄D10987 ⋄G543 &klubs;G10986 &klubs;Á75 Suður &spade;G932 &heart;ÁG10 ⋄Á62 &klubs;D43 Suður spilar 3G.

Pólsk einstefna. N-AV

Norður
10765
KD9854
K
K2

Vestur Austur
K8 ÁD4
2 763
D10987 G543
G10986 Á75

Suður
G932
ÁG10
Á62
D43

Suður spilar 3G.

Staðan í HM-úrslitaleik Hollands og Póllands var nánast jöfn eftir þrjár lotur af sex (91-90). En fjórða lotan var pólsk einstefna (58-8) og lagði grunninn að þægilegum sigri.

Ekki svo að skilja að hollenska liðið hafi spilað fjórðu lotuna illa. Pólverjar voru einfaldlega í bullandi stuði. Eins og hér. Kalita og Nowosadzki náðu að spila 3G með níu-spila fitt í hjarta. Nowo vakti á 1, Kalita krafði í geim með 2 (gervisögn), Nowo sýndi lágmark með 2, Kalita sagði 2G og Nowo 3. „Ég hef ekki hugmynd um hvað þrír tíglar þýða,“ skrifaði hinn annars margfróði Al Hollander á BBO. En alla vega – Kalita sagði 3G og tók sína upplögðu níu slagi.

Hinum megin spilaði de Wijs 4 í norður með Á út frá Narkiewicz. Buras lét tíuna undir (frávísun með hliðarkallsívafi?) og Narkiewicz skipti yfir í lítinn spaða frá ÁDx. Glæsilegt!