Það var borin virðing fyrir Lauren Bacall hvert sem hún kom.
Það var borin virðing fyrir Lauren Bacall hvert sem hún kom. — Ljósmynd/skjáskot Instagram
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Þegar kemur að tískunni í dag má segja að tvær stefnur séu vinsælar. Önnur þeirra er að klæða sig upp á líkt og karlmaður, þar sem jakkafötin eru víð og frakkarnir stórir. Slíkur fatnaður á að auka á virðingu konunnar.

Þegar kemur að tískunni í dag má segja að tvær stefnur séu vinsælar. Önnur þeirra er að klæða sig upp á líkt og karlmaður, þar sem jakkafötin eru víð og frakkarnir stórir. Slíkur fatnaður á að auka á virðingu konunnar. Hins vegar virðist vera í tísku að vekja aðdáun með kvenlegum sniðum og kynþokkafullum efnum. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is

Sumar af fallegustu konum veraldar hafa náð einstökum tökum á að klæða sig í takt við orkuna sem þær vilja vera í hverju sinni. Talið er að það búi innra með okkur öllum tvenns konar orka. Önnur er sú kvenlega og hin sú karllega. Sú fyrri er talin ráða yfir náttúruauðlindum en sú seinni yfir veraldlegum gæðum.

Sophia Loren

Loren kunni betur en margar aðrar að klæða sig þannig að eftir henni var tekið. Það sem hún lagði áherslu á var að sýna mjótt mittið og fallega brjóstaskoruna. Hún kunni betur en margar aðrar konur að vera í síðum pilsum og það eina sem hún sýndi vanalega af fótleggjunum voru fallegir ökklar. Það dást allir að útliti Loren.

Lauren Bacall

Það er seint hægt að segja að Bacall hafi verið í kvenorkunni. Það var borin virðing fyrir hæfileikum hennar og hún kunni að klæða sig í takt við það. Hún var alltaf í óaðfinnanlegum buxum. Með vel lagt hárið og fallegan varalit. Tíska sem er vinsæl um þessar mundir.

Catherine Denueve

Deneuve var með útlit konu sem karlar vildu sjá um. Hún greiddi sér fallega, var alltaf í óaðfinnanlegum fatnaði. Hún faldi kynþokkann undir fögru skinni, en var með orku sem kallaði á aðdáun hvert sem hún kom. Hún var ein af þeim sem gengu stundum í stuttum pilsum. Hún var aldrei í flegnum fatnaði en alltaf með þetta daðurslega augnaráð sem endurspeglaði orku hennar.

Goldie Hawn

Hawn hefur nær aldrei sést í karlorkunni. Hún hefur alltaf verið snillingur í að hafa hárið fagurlega mótað við andlitið. Bæði þegar hún var með stuttan drengjakoll á sjöunda áratug síðustu aldar, og einnig þegar hún safnaði í meiri vængi á áttunda áratugnum. Hawn lagði áherslu á vönduð efni og stelpuleg snið. Hún gekk í lágstemmdum litum, klæðilegum sniðum og einstökum efnum og notaði brosið eins og aðdráttarafl sem enginn karl gat staðist.