Brotin Dagný Brynjarsdóttir mun leika gegn Frakklandi þrátt fyrir nefbrot.
Brotin Dagný Brynjarsdóttir mun leika gegn Frakklandi þrátt fyrir nefbrot. — Morgunblaðið/Eggert
Einn mikilvægasti leikmaður landsliðsins í knattspyrnu, Dagný Brynjarsdóttir, mun mæta Frökkum með brotið nef í vináttuleik í Nimes í dag.

Einn mikilvægasti leikmaður landsliðsins í knattspyrnu, Dagný Brynjarsdóttir, mun mæta Frökkum með brotið nef í vináttuleik í Nimes í dag. Mun hún spila með grímu til að verja nefið að sögn landsliðsþjálfarans Jóns Þórs Haukssonar en Dagný brotnaði í síðasta leik með Portland.

Jón gaf einnig upp að Sandra Sigurðardóttir mun standa í markinu eins og í undanförnum leikjum. Í framhaldinu mun Ísland mæta Lettlandi á útivelli hinn 8. október í undankeppni EM 2021. Ísland hefur farið vel af stað í keppninni og vann fyrstu tvo leikina á heimavelli gegn Ungverjalandi og Slóvakíu. sport@mbl.is