Kolbeinn Óttarsson Proppé, varaformaður þingflokks Vinstri grænna, segist hafa „miklar áhyggjur“ af þeim tíðindum sem reglulega berast af umsvifum erlendra hersveita hér við land.

Kolbeinn Óttarsson Proppé, varaformaður þingflokks Vinstri grænna, segist hafa „miklar áhyggjur“ af þeim tíðindum sem reglulega berast af umsvifum erlendra hersveita hér við land. Segir hann nú brýna þörf á umræðu inni á Alþingi um veru Íslands í Atlantshafsbandalaginu (NATO) og reglulega viðveru erlendra hersveita á Íslandi.

„Uppbyggingin eins og hún er núna er ekki síst vegna fyrri skuldbindinga annarra ríkisstjórna,“ segir Kolbeinn í samtali við Morgunblaðið og heldur áfram: „Þingið hefur ekki fengið að fjalla um þetta af neinu viti frá því að varnarsamningurinn var samþykktur árið 1951. NATO var stofnað í allt öðru umhverfi en nú er uppi og við verðum að geta sýnt þá hugsjón að detta ekki ofan í gamla kaldastríðsfarið.“

Herskip úr 2. flota Bandaríkjanna, Atlantshafsflotanum, hefur verið við æfingar á Norður-Atlantshafi að undanförnu. Til stuðnings henni var sett upp tímabundin aðgerðastjórn á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli og var henni komið fyrir í flugskýli þar í september. 6