RIFF spjall nefnist viðburður á vegum Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík, RIFF, sem fram fer í dag kl. 16 í Norræna húsinu. Á honum mun fólk sem náð hefur eftirtektarverðum árangri í kvikmyndagerð flytja erindi.
RIFF spjall nefnist viðburður á vegum Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík, RIFF, sem fram fer í dag kl. 16 í Norræna húsinu. Á honum mun fólk sem náð hefur eftirtektarverðum árangri í kvikmyndagerð flytja erindi. Eru það Ísold Uggadóttir, leikstjóri og handritshöfundur; framleiðandinn Katja Adomeit, Zeina Abi Assy, handritshöfundur og fjöllistamaður; Nanna Kristín Magnúsdóttir, leikkona og kvikmyndagerðarmaður; Davíð Óskar Ólafsson, framleiðandi og leikstjóri; Þórður Pálsson leikstjóri og Ómar Ragnarsson, handhafi umhverfisverðlauna RIFF, Græna lundans.