Svala Björgvinsdóttir er frekar mikið máluð þegar hún kemur fram.
Svala Björgvinsdóttir er frekar mikið máluð þegar hún kemur fram. — Ljósmynd/Aðsend
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Svala Björgvinsdóttir, söngkona og lagahöfundur, notar mest púður og maskara auk glossa. Hún heldur upp á maskarann frá Yves Saint Laurent. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is

Þó að Svala Björgvinsdóttir kjósi að vera sem náttúrulegust í útliti á daginn er hún frekar mikið máluð þegar hún kemur fram.

„Ég er alltaf frekar mikið máluð þegar ég er í vinnunni, það er þegar ég er að koma fram, í myndböndum eða í myndatökum. Þannig að dagsdaglega vil ég helst vera með sem minnst framan í mér. Mér finnst líka fínt að nota litað dagkrem og svo smá litaðan varasalva og svo maskara.

Uppáhaldsmaskarinn minn er frá YSL. Hann heitir Volume Effet Faux og ég nota hann daglega.

Varðandi húðumhirðu þá sef ég aldrei með farða. Ég nota alltaf sólarvörn þó svo það sé ekki sól og ég ligg ekki í sólbaði. Ég hef notað krem gegn öldrun húðarinnar frá því ég var 20 ára til að fyrirbyggja línur og hrukkur. Svo elska ég sánur og andlitsböð til að virkja háræðar og gefa húðinni fallegan lit og taka af dauðar húðfrumur.

Það sem er fram undan hjá mér er mikil upptökuvinna þar sem ég er að semja og taka upp nýja tónlist sem kemur út á næsta ári. Síðan er ég mikið að syngja og koma fram eins og vanalega.“