Meiddur Paul Pogba er á sjúkralistanum og missir af Íslandsferð fyrir vikið.
Meiddur Paul Pogba er á sjúkralistanum og missir af Íslandsferð fyrir vikið. — AFP
Paul Pogba, miðtengiliður Manchester United, er ekki í landsliðshópi heimsmeistara Frakka sem mæta Íslendingum í undankeppni Evrópumótsins á Laugardalsvelli hinn 11. október.

Paul Pogba, miðtengiliður Manchester United, er ekki í landsliðshópi heimsmeistara Frakka sem mæta Íslendingum í undankeppni Evrópumótsins á Laugardalsvelli hinn 11. október. Didier Dechamps landsliðsþjálfari Frakka opinberaði hópinn í gær sem mætir Íslendingum og í framhaldinu Tyrkjum í París.

Pogba hefur verið að glíma við meiðsli og lék ekki með United gegn AZ í gær.

Tveir er bestu mönnum Frakka, Kylian Mbappé og N'Golo Kanté, koma hins vegar aftur inn í hópinn en þeir voru ekki með Frökkum í leikjum þeirra gegn Albaníu og Andorra í síðasta mánuði.