Litríkt Hluti málverks eftir Ólöfu.
Litríkt Hluti málverks eftir Ólöfu.
Myndlistarsýning Ólafar Bjargar Björnsdóttur, Eitur sem meðal – meðal sem eitur , var opnuð í gær í Borgarbókasafninu í Spönginni.
Myndlistarsýning Ólafar Bjargar Björnsdóttur, Eitur sem meðal – meðal sem eitur , var opnuð í gær í Borgarbókasafninu í Spönginni. Ólöf sýnir þar verk unnin með blandaðri tækni en hún útskrifaðist frá málaradeild Listaháskóla Íslands árið 2001 og hefur einnig stundað nám við Listaháskólann í Granada á Spáni. Í tilkynningu segir m.a. um verkin að fegurðin liggi í því að umfaðma breyskleika egósins, umbreyta sársauka í mynstruð hjartalaga ör eins og blómamynstur á viðkvæmu postulíni. „Fegurðin endurheimtir tært flæðið, viljann og endurskapar sjálfa sig. Dansar á milli þess að vera lýsing, sögn og sjálfsins nafn,“ segir þar m.a. Sýningin stendur til 14. nóvember.