Verðlaun Atli Fannar með verðlaunin, ásamt Jóni Atla Benediktssyni rektor og Ragnari Sigurðssyni og Freyju Hreinsdóttur frá stjórn sjóðsins.
Verðlaun Atli Fannar með verðlaunin, ásamt Jóni Atla Benediktssyni rektor og Ragnari Sigurðssyni og Freyju Hreinsdóttur frá stjórn sjóðsins. — Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
Atli Fannar Franklín, nemandi í stærðfræði við Háskóla Íslands, hefur hlotið viðurkenningu úr Verðlaunasjóði Sigurðar Helgasonar prófessors fyrir frábæran námsárangur, segir á vef HÍ. Verðlaunin nema 7.500 dollurum, eða jafnvirði um 900 þúsund króna.

Atli Fannar Franklín, nemandi í stærðfræði við Háskóla Íslands, hefur hlotið viðurkenningu úr Verðlaunasjóði Sigurðar Helgasonar prófessors fyrir frábæran námsárangur, segir á vef HÍ. Verðlaunin nema 7.500 dollurum, eða jafnvirði um 900 þúsund króna.

Atli Fannar hefur lokið tveimur námsárum við Háskóla Íslands og stefnir á að útskrifast næsta vor með BS-próf bæði í stærðfræði og tölvunarfræði. Hefur hann lokið mörgum erfiðum stærðfræðinámskeiðum með 10 í einkunn og tekið þátt í mörgum keppnum í stærðfræði, eðlisfræði og forritun.

Stofnandi verðlaunasjóðsins er Sigurður Helgason, prófessor í stærðfræði við MIT í Boston frá árinu 1965. Eftir Sigurð liggja fjölmargar bækur og vísindagreinar um stærðfræði. Hann hefur verið heiðursdoktor við Háskóla Íslands frá árinu 1986 og er heiðursfélagi Íslenska stærðfræðifélagsins.