Sveinbjörn fæddist 5. október 1899 á Efra-Sýrlæk í Flóa. Foreldrar hans voru hjónin Sigurjón Einarsson og Guðrún Ísleifsdóttir. Sveinbjörn varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík og mag. art. í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands 1926.

Sveinbjörn fæddist 5. október 1899 á Efra-Sýrlæk í Flóa. Foreldrar hans voru hjónin Sigurjón Einarsson og Guðrún Ísleifsdóttir.

Sveinbjörn varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík og mag. art. í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands 1926.

Sveinbjörn var stundakennari í íslensku við ýmsa framhaldsskóla á námsárunum og kenndi sænsku við Samvinnuskólann og þýsku við Iðnskólann 1928-30. Hann var kennari við Gagnfræðaskólann í Reykjavík (síðar Gagnfræðaskóla Austurbæjar) 1930-55, þar af yfirkennari síðustu 6 árin. Hann var skólastjóri sama skóla 1956-69. Sveinbjörn var um tíma formaður skólanefndar Austurbæjarbarnaskólans, prófdómari í íslensku á stúdentsprófi, í landsprófsnefnd og í stjórn Ríkisútgáfu námsbóka. Hann tók einnig þátt í starfi Norræna félagsins.

Sveinbjörn samdi kennslubækur í íslensku og bragfræði og gaf út Númarímur og Ljóðasafn Sigurðar Breiðfjörð.

Eiginkona Sveinbjarnar var Soffía Ingvarsdóttir, f. 1903, d. 2000, borgarfulltrúi. Þau eignuðust tvær dætur.

Sveinbjörn lést 26.3. 1990.