Tákn Listaverkið mun standa áfram.
Tákn Listaverkið mun standa áfram. — Ljósmynd/Stjórnarráðið
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gærmorgun að veita listakonunni Steinunni Þórarinsdóttur sex milljónir króna af ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar vegna listaverks hennar „Tákn“ sem stendur á þakbrún Arnarhvols, húsnæðis fjármála- og...

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gærmorgun að veita listakonunni Steinunni Þórarinsdóttur sex milljónir króna af ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar vegna listaverks hennar „Tákn“ sem stendur á þakbrún Arnarhvols, húsnæðis fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að verkið gæti verið uppi í eitt ár í viðbót eða til októbermánaðar 2020.

Listaverkið er af ellefu mannverum í líkamsstærð og hefur hlotið mikla athygli frá því það var sett upp í maí síðastliðnum. Tengist innsetningin því að á árinu 2019 varpar Listasafn Reykjavíkur ljósi á list í almenningsrými, að því er segir á vef Stjórnarráðsins.