Líkamsrækt Hófleg áreynsla á líkamann er gott meðal fyrir sálina.
Líkamsrækt Hófleg áreynsla á líkamann er gott meðal fyrir sálina. — Morgunblaðið/Eggert
Fjölbreytni verður ráðandi á samkomu sem efnt verður til í Salnum í Kópavogi næstkomandi fimmtudag, 10. október, sem er Alþjóðageðheilbrigðisdagurinn.

Fjölbreytni verður ráðandi á samkomu sem efnt verður til í Salnum í Kópavogi næstkomandi fimmtudag, 10. október, sem er Alþjóðageðheilbrigðisdagurinn. Efnt var fyrst til dagskrár á þeim degi árið 1992 og er markmiðið vekja athygli á geðheilbrigðismálum, fræða almenning um geðrækt og geðsjúkdóma og sporna gegn fordómum í garð geðsjúkra. Haldið hefur verið upp á daginn hér á landi frá því 1995.

Alþjóða samtök um geðheilbrigði, sem upp á ensku heita World Federation for Mental Health, og starfa á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), ákveða árlega málefni dagsins. Í ár er markmið dagsins um allan heim að vekja athygli á mikilvægi sjálfsvígsforvarna og gildi forvarnastarfs í að hjálpa og styðja fólk sem þarf á fjölþættri aðstoð að halda til að komast í gegnum erfiða tíma á lífsleiðinni.

Dagskráin í Salnum Kópavogi stendur frá klukkan 17-19. Þar verður boðið upp á fræðslu, tónlist og skemmtun sem Gunnar Hansson leikari og útvarpsmaður kynnir. Meðal gesta verða Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Elisa Reid, kona hans. Kynnt verður á samkomunni ýmis sú þjónusta sem fólki með andlega sjúkdóma stendur til boða.