Áfangi Martin Hermannsson er kominn á blað í Evrópudeildinni.
Áfangi Martin Hermannsson er kominn á blað í Evrópudeildinni. — Ljósmynd/Alba Berlín
Martin Hermannsson og samherjar hans í þýska liðinu Alba Berlín fóru vel af stað í gærkvöld í Evrópudeildinni, sterkustu deild Evrópu, þegar þeir unnu sannfærandi sigur á rússneska liðinu Zenit Pétursborg, 85:65, í Berlín.

Martin Hermannsson og samherjar hans í þýska liðinu Alba Berlín fóru vel af stað í gærkvöld í Evrópudeildinni, sterkustu deild Evrópu, þegar þeir unnu sannfærandi sigur á rússneska liðinu Zenit Pétursborg, 85:65, í Berlín. Þetta var fyrsti leikur Alba af 34 í þessari umfangsmiklu deild í vetur. Martin átti langflestar stoðsendingar í liði Alba, níu talsins, en skoraði auk þess sjö stig og tók tvö fráköst. Stutt er á milli leikja hjá liðinu því næsti leikur Alba í þýsku deildinni fer fram á morgun. vs@mbl.is