Stundum er látið eins og umræðum eigi að ljúka þegar vísindamenn hafa tjáð sig. Í það minnsta ef flestir þeirra virðast á einu máli og fáir stíga fram og viðra aðra skoðun. Í ritstjórnargrein The Wall Street Journal í vikunni var bent á að ríkisvaldið og heilbrigðisstofnanir hefðu haldið því að fólki að rautt kjöt væri slæmt fyrir heilsuna og tengdist fjölda sjúkdóma. „En hópur alþjóðlegra vísindamanna sem lagði mat á meira en 130 greinar og tugi rannsókna með tilviljanakenndum prófunum komst að þeirri niðurstöðu að sönnunargögnin sem tengdu rautt kjöt við krabbamein, hjartasjúkdóma og dauðsföll væru vafasöm,“ segir WSJ.

Stundum er látið eins og umræðum eigi að ljúka þegar vísindamenn hafa tjáð sig. Í það minnsta ef flestir þeirra virðast á einu máli og fáir stíga fram og viðra aðra skoðun. Í ritstjórnargrein The Wall Street Journal í vikunni var bent á að ríkisvaldið og heilbrigðisstofnanir hefðu haldið því að fólki að rautt kjöt væri slæmt fyrir heilsuna og tengdist fjölda sjúkdóma. „En hópur alþjóðlegra vísindamanna sem lagði mat á meira en 130 greinar og tugi rannsókna með tilviljanakenndum prófunum komst að þeirri niðurstöðu að sönnunargögnin sem tengdu rautt kjöt við krabbamein, hjartasjúkdóma og dauðsföll væru vafasöm,“ segir WSJ.

Þá benti blaðið á að fyrir þrjátíu árum hefði fólki verið sagt að borða minni fitu, „en vísindamenn hafa eftir það komist að þeirri niðurstöðu að þetta var slæm ráðgjöf og kann að hafa stuðlað að sykursýkisfaraldri með því að ýta undir aukna neyslu á kolvetnum“.

Loks kemur fram að nú hafi læknar sem vilji ýta undir grænmetisfæði lagt fram kvörtun hjá yfirvöldum gegn blaðinu, Annals of Internal Medicine, sem birti ofangreinda rannsókn um vísindagreinarnar um rauða kjötið. Og T.H. Chan School of Public Health í Harvark heldur því fram að niðurstaðan kunni að „draga úr trausti almennings á vísindarannsóknum“.

En ætli traust á vísindarannsóknum sé ekki frekar í hættu ef reynt er að þagga niður umræður um vísindarannsóknir.