Baldur Arnarson baldura@mbl.is Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins, segir íslensku lífeyrissjóðina í sérstöku umhverfi. Vextir séu sögulega lágir hér á landi og á flestum vestrænum fjármálamörkuðum, jafnvel neikvæðir.

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins, segir íslensku lífeyrissjóðina í sérstöku umhverfi. Vextir séu sögulega lágir hér á landi og á flestum vestrænum fjármálamörkuðum, jafnvel neikvæðir.

„Það er ljóst að það er áskorun fyrir lífeyrissjóðina að ná 3,5% ávöxtun. Það verður hins vegar að hafa í huga að ávöxtunin, 3,5%, er vegin ávöxtun eignaflokka sem lífeyrissjóðirnir fjárfesta í. Þótt ávöxtun skuldabréfa sé lítil geta sjóðirnir náð 3,5% ávöxtun ef ávöxtun hlutabréfa er góð,“ segir Gunnar og vísar til viðmiðs um ávöxtun íslensku sjóðanna.

Sýni gætni í lántökum

Gunnar bendir á að vaxtalækkanirnar geti ýtt undir eignaverð á Íslandi. „Það er jákvætt fyrir þá sem taka lán að vextir lækka en samt ber að fara varlega. Lækkun vaxta getur leitt til aukinnar eftirspurnar eftir húsnæði og hærra húsnæðisverðs,“ segir Gunnar. 6