Á þessum degi árið 2007 gekkst elsti Hanson-bróðirinn undir bráðaaðgerð á spítala. Þremur dögum áður var Isaac Hanson á leið á svið með bandinu þegar hann fór að finna til í öxlinni.
Á þessum degi árið 2007 gekkst elsti Hanson-bróðirinn undir bráðaaðgerð á spítala. Þremur dögum áður var Isaac Hanson á leið á svið með bandinu þegar hann fór að finna til í öxlinni. Hann taldi það eðlilegt eftir langt og strangt tónleikaferðalag og margra ára gítarglamur svo hann tók verkjalyf og skellti sér á sviðið. Þegar hann hóf svo að spila á gítarinn missti hann máttinn í hægri hendi sem bólgnaði upp og varð fjólublá á litinn. Kom í ljós að um blóðtappa í lunga var að ræða. Betur fór en á horfðist og gekk aðgerðin vel.