Í Jakarta í Indónesíu sáu menn sig tilneydda að tilkynna að flugvöllurinn þar væri búinn undir 2000-vandann.
Í Jakarta í Indónesíu sáu menn sig tilneydda að tilkynna að flugvöllurinn þar væri búinn undir 2000-vandann. — AP
2000-vandinn (e. Y2K) svokallaði var ofarlega á baugi hjá mörgum fyrir tæplega 20 árum, rétt áður en árið 2000 gekk í garð.

2000-vandinn (e. Y2K) svokallaði var ofarlega á baugi hjá mörgum fyrir tæplega 20 árum, rétt áður en árið 2000 gekk í garð. Óttuðust margir að tölvukerfi heimsins myndu ekki ráða við að ártalið færðist yfir á nýtt árþúsund og landsmenn voru engin undantekning.

„Einhver hundruð manna verða á vöktum og bakvöktum vegna 2000-vandans yfir áramótin að sögn Hauks Ingibergssonar, formanns 2000-nefndarinnar,“ sagði í frétt í Morgunblaðinu á gamlársdag 1999.

Vegna þess að tölvukerfi þess tíma notuðust aðeins við síðustu tvo stafi ártalsins héldu menn að kerfin myndu halda að um árið 1900 væri að ræða og allt færi til fjandans. „Þessar vaktir miða að því að sjá hvort eitthvað gerist, að gera við það sem hugsanlega bilar og að fylgjast með því sem gerist

erlendis,“ sagði Haukur ennfremur við Morgunblaðið.

Fjármálamarkaðir voru ekki undanskildir óttanum. „2000-vandinn liggur þungt á fjármálasérfræðingum víða um heim og bíða miðlarar þess að 4. janúar renni upp, en sá dagur er fyrsti viðskiptadagur á nýju ári á flestum mörkuðum,“ sagði í annarri frétt sama dag.