Gott mál Anna S. Pálsdóttir er vel máli farin.
Gott mál Anna S. Pálsdóttir er vel máli farin.
Ég hlusta á útvarp í svona tíu mínútur að meðaltali á dag, á leiðinni í vinnuna. Á leið úr vinnu er ég venjulega búinn að finna mér eitthvað annað til að hafa í eyrunum.

Ég hlusta á útvarp í svona tíu mínútur að meðaltali á dag, á leiðinni í vinnuna. Á leið úr vinnu er ég venjulega búinn að finna mér eitthvað annað til að hafa í eyrunum. Á þessum skamma tíma sem ég hlusta á útvarpið finnst mér eins og ég hafi merkilega oft heyrt Sigmar Guðmundsson og Huldu Geirsdóttur spjalla við Önnu Sigríði Þráinsdóttur um íslenskt mál á Rás 2, og haft gaman af.

Ég er enginn íslenskusnillingur en finnst ég samt vera sleipari á svellinu en margir í kringum mig. Af einskærri góðmennsku á ég því til að benda því fólki sem er mér kærast á það þegar það missir út úr sér einhvers konar málfarsvitleysu. Það sem ég dáist að við Önnu Sigríði er hversu nærgætin og, tja, einhvern veginn hlýleg hún er við að koma ábendingum sínum á framfæri. Maður fyllist hreinlega þakklæti fyrir það sem hún hefur fram að færa. Sú er ekki alveg raunin þegar ég kem með mínar ábendingar. Í stað þess að fólk faðmi mig og kyssi, og þakki Guði fyrir tilvist mína, virðast vinalegar athugasemdir mínar frekar vekja reiði og pirring. Bara svona eins og að ég geri það að gamni mínu að leiðrétta fólk en sé ekki einfaldlega að reyna mitt besta til þess að hjálpa því.

Ég þarf kannski að hlusta oftar á Morgunútvarpið og velta betur fyrir mér hvernig Anna Sigríður beitir sinni góðu málfræðibesserwisserstækni.

Sindri Sverrisson