Hugleikur Dagsson og Þrándur Þórarinsson opna í dag samsýninguna Andspænis í Gallerí Porti, Laugavegi 23b.
Hugleikur Dagsson og Þrándur Þórarinsson opna í dag samsýninguna Andspænis í Gallerí Porti, Laugavegi 23b. Þrándur og Hugleikur eru náfrændur og uppeldisbræður og hafa myndgert hrylling og hasar frá blautu barnsbeini og sækja gjarnan innblástur hvor til annars, eins og þeir lýsa því. Á Andspænis sækja þeir sína uppáhaldsskúrka og -skrímsli úr íslenskum þjóðsagnaarfi og etja í hverju verki fyrir sig saman goðsögnum; Þrándur í málverki og Hugleikur í myndasögu.