Sterk sveit Guðmundur Kjartansson, Helgi Áss Grétarsson sem er nýliði hjá TR , Olexandr Sulypa og Margeir Pétursson eru á fjórum efstu borðum elsta taflfélagsins. Páll Agnar (t.v.) gerði jafntefli við Guðmund í spennandi skák.
Sterk sveit Guðmundur Kjartansson, Helgi Áss Grétarsson sem er nýliði hjá TR , Olexandr Sulypa og Margeir Pétursson eru á fjórum efstu borðum elsta taflfélagsins. Páll Agnar (t.v.) gerði jafntefli við Guðmund í spennandi skák. — Morgunblaðið/Ómar Óskarsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Í 1. deild Íslandsmóts skákfélaga, sem hófst samkvæmt gamalgróinni hefð í Rimaskóla á fimmtudagskvöldi, vakti athygli lið SSON, Skáksamband Selfoss og nágrennis, sem hefur fengið til liðsins fjóra rússneska skákmeistara.

Í 1. deild Íslandsmóts skákfélaga, sem hófst samkvæmt gamalgróinni hefð í Rimaskóla á fimmtudagskvöldi, vakti athygli lið SSON, Skáksamband Selfoss og nágrennis, sem hefur fengið til liðsins fjóra rússneska skákmeistara. Ljóst er að þetta lið stefnir á sigur í deildinni en sveitin vann b-lið TR stórt, 7½:½. Víkingsveitin vann Skákfélag Akureyringa einnig 7½:½ og Huginsmenn lögðu skákdeild Breiðabliks, Bolungarvíkur og Reykjaness, 7:1. Fjórða sveitin sem er líkleg til að blanda sér í baráttuna, A-lið TR, vann b-lið Víkingasveitarinnar 6½:1½.

Þó að styrkleikamunur sé talsverður á liðum 1. deildar bregst ekki að óvænt úrslit sjá dagsins ljós í hverri umferð. B-lið Víkingasveitarinnar tók 1½ vinning af TR-ingum en 3. borðsmaður TR, Sulypa, og liðsstjóri ólympíuliðs Úkraínu fékk ekki rönd við reist þegar andstæðingur hans sveiflaði riddurunum í miðtaflinu:

Íslandsmót skákfélaga 2019; 1. umferð:

Ólafur B. Þórsson – Oleksandr Sulypa

Vængtafl

1. g3 d5 2. Bg2 e5 3. c4 d4 4. d3 Rc6 5. Rf3 Bb4+ 6. Bd2 a5 7. 0-0 Rf6 8. Bg5 0-0 9. e4 dxe3

Hann vill ekki leyfa Ólafi að loka stöðunni.

10. fxe3 h6 11. Bxf6 Dxf6 12. Rc3 Bc5 13. Kh1 Dd8 14. De2 Bg4

Þessir biskupleikir svarts gefast ekki vel en stóru mistökin koma síðar.

15. h3 Bh5 16. g4 Bg6 17. Had1 He8 18. Rg1!

Það mætti kalla marga meistara stöðubaráttunnar til vitnis um ágæti þessa leiks. G1-reiturinn er aðeins millilending en hugmyndin er að leika – Be4 og stinga upp í biskupinn á g6.

18.... Dg5 19. Hde1 Had8 20. Be4 Rb4 21. Rf3 Bxe4? 22. Rxe4 De7 23. a3!

Lykilleikur því að riddarinn má ekki taka peðið, 23.... Rxd3 24. Hd1 og hann sleppur ekki út.

23.... Rc6 24. g5!

Skyndilega er hvítur kominn með óstöðvandi sókn.

24.... Hf8 25. Rh4 b6

Eða 25.... g6 26. Hf6! o.s.frv.

- Sjá stöðumynd -

26. Rf6+! Kh8 27. Dh5 De6 28. Rf5 Re7 29. Rxg7! Dc6+ 30. e4 Rg8 31. Rf5 Hxd3 32. Rxh6 Rxf6 33. gxf6 Hfd8 34. Rf5+ Kg8 35. Hg1+!

– og svartur gafst upp því drottningarmát á h8 blasir við.

Sveit Hugins var nálægt því að vinna á öllum borðum en Stephan Briem bjargaði vinningi í land úr erfiðri stöðu á 4. borði:

Íslandsmót skákfélaga 2019:

Stephan Briem – Magnús Örn ÚIfarsson

Síðasti leikur hvíts var 30. Bh4-f2 . Magnús hafði áður misst af góðum leiðum en taldi sig vera að vinna með 30.... Rxf1? Svarið var óþægilegt, 31. Dg4! Hótar máti á g7 og 31....Rxf6 strandar á 32. Dc8+ og mátar. Hann varð að leika 31.... g6 en eftir 32. Dxd7 Hb8 kom 33. Rc8! og svartur gafst upp vegna 33.... h5 34. De8+ Kh7 35. Df8 og mátar. Í stað þess að taka hrókinn gat svartur leikið 31. ... exd4 og haft betri stöðu.

Keppt er í fjórum deildum og búast má við því að á bilinu 300-400 manns munu sitja að tafli í Rimaskóla um helgina en keppni í öllum deildum hófst í gærkvöldi.

Radjabov vann heimsbikarmótið

Teimour Radjabov frá Aserbaídsjan er sigurvegari heimsbikarmóts FIDE sem lauk í Khanty Mansiysk í gær. Hann vann Kínverjann Ding Liren 6:4. Sex skákir voru tefldar með styttri umhugsunartíma, tvær síðustu með tímamörkunum 5 3.

Radjabov og Ding Liren hafa báðir tryggt sér þátttökurétt áskorendamótinu sem haldið verður í Rússlandi í mars/apríl á næsta ári.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Höf.: Helgi Ólafsson helol@simnet.is