Saksóknarar, sem rannsaka hryðjuverkamál í Frakkland, tóku í gær við rannsókn á árás starfsmanns lögreglunnar í París á lögreglumenn í fyrradag.

Saksóknarar, sem rannsaka hryðjuverkamál í Frakkland, tóku í gær við rannsókn á árás starfsmanns lögreglunnar í París á lögreglumenn í fyrradag. Maðurinn varð þremur lögregluþjónum og einum skrifstofumanni lögreglunnar að bana með hnífi í höfuðstöðvum hennar í París. Lögreglumaður skaut hann til bana.

Árásarmaðurinn var 45 ára sérfræðingur í upplýsingatækni og snerist til íslamstrúar fyrir einu og hálfu ári. Fréttaveitan AFP hafði eftir heimildarmanni sínum að maðurinn hefði starfað í deild sem safnar upplýsingum um róttæka íslamista og kynni að hafa snúist á sveif með þeim.

Í fyrstu var talið að maðurinn hefði gert árásina vegna deilu á vinnustaðnum en rannsóknarmenn sögðu í gær að fram hefðu komið nýjar upplýsingar sem gæfu tilefni til að rannsaka árásina sem mögulegt hryðjuverk.