Elín Magnadóttir fæddist 13. júní 1964. Hún lést 20. september 2019.

Útför Elínar fór fram 1. október 2019.

Elsku besta Ella okkar. Um leið og við kveðjum þig langar okkur að þakka fyrir allar góðu stundirnar á lífsleiðinni. Grunnur að vináttu okkar var lagður í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands þar sem við nokkrir félagar tókum okkur saman sem leshóp og sem stuðningur hvert við annað. Lesstofan í Nóatúni var valin sem samastaður okkar og þar áttum við margar gleði- og gæðastundir. Grunnur að ævilangri vináttu var lagður á þessum árum. Vorboðinn varð til. Síðan þá hafa makar bæst í hópinn og við höfum fylgt hvert öðru í gegnum lífið með gleði, virðingu og væntumþykju að leiðarljósi. Að kveðja þig er eitt það erfiðasta sem við höfum tekist á við og mikið skarð er höggvið í okkar hóp. Samverustundir okkar verða ekki fleiri að sinni en hugur okkar mun að eilífu vera hjá þér.

Í hjarta okkar hvílir þú, í hugum okkar lifir þú, í sálum okkar rennum við saman, í verki munum við framhalda umhyggju þinni fyrir fjölskyldu þinni, ættingjum og vinum.

Hvíldu í friði, elsku besta Ella okkar, og Guð veri með fjölskyldu þinni á þessum erfiðu tímum.

Þínir vinir í Vorboðanum.

Vilhjálmur Vilhjálmsson.