Óvissa Aron Einar Gunnarsson meiddist á ökkla í gærkvöld.
Óvissa Aron Einar Gunnarsson meiddist á ökkla í gærkvöld. — Morgunblaðið/Eggert
Katarska knattspyrnufélagið Al-Arabi tilkynnti í gærkvöld að fyrsta skoðun hefði leitt í ljós að Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði Íslands hefði ekki ökklabrotnað í leiknum gegn Al Khor fyrr um kvöldið eins og óttast var.
Katarska knattspyrnufélagið Al-Arabi tilkynnti í gærkvöld að fyrsta skoðun hefði leitt í ljós að Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði Íslands hefði ekki ökklabrotnað í leiknum gegn Al Khor fyrr um kvöldið eins og óttast var. Aron var borinn af velli undir lok leiksins eftir að brotið var illa á honum og hætta var talin á að ökklinn hefði brotnað. Það kemur síðan í ljós á næstu sólarhringum hvort Aron verður leikfær þegar Ísland mætir Frakklandi og Andorra á Laugardalsvellinum í undankeppni EM.