Góður Nikolas Tomsick var stigahæstur Stjörnumanna.
Góður Nikolas Tomsick var stigahæstur Stjörnumanna. — Morgunblaðið/Hari
Stjörnumenn hófu leik í úrvalsdeild karla í körfuknattleik með góðum útisigri gegn Þór í Þorlákshöfn, 92:80, í gærkvöld.

Stjörnumenn hófu leik í úrvalsdeild karla í körfuknattleik með góðum útisigri gegn Þór í Þorlákshöfn, 92:80, í gærkvöld. Króatíski bakvörðurinn Nikolas Tomsick skoraði 20 stig fyrir Stjörnuna gegn sínum gömlu samherjum í Þór en þar lék hann í fyrra og sló í gegn. Jamar Bala Akho skoraði 18 stig og tók 14 fráköst, Kyle Johnson skoraði 13 og þeir Ægir Þór Steinarsson og Arnþór Freyr Guðmundsson 12 hvor.

Hjá Þór var Emil Karel Einarsson með 19 stig, Halldór Garðar Hermannsson 16 og Vladimir Nemcok skoraði 13 stig.