Hæfileikar Tónlistarhópurinn Camerarctica kemur fram ásamt gestum.
Hæfileikar Tónlistarhópurinn Camerarctica kemur fram ásamt gestum.
Camerarctica leikur verk eftir Wolfgang Amadeus Mozart og Johannes Brahms á Sígildum sunnudögum í Hörpu á morgun kl. 16.

Camerarctica leikur verk eftir Wolfgang Amadeus Mozart og Johannes Brahms á Sígildum sunnudögum í Hörpu á morgun kl. 16. „Á tónleikunum kallast tónlist tónskáldanna tveggja á, hljóðfæratónlist og aríur úr smiðju Mozarts á fyrri hluta efnisskrárinnar en eftir hlé verður fluttur hinn dáði Klarínettukvintett eftir Brahms,“ segir í tilkynningu frá Camerarctica. Tónlistarhópinn skipa Ármann Helgason á klarínett, Hildigunnur Halldórsdóttir á fiðlu, Bryndís Pálsdóttir á fiðlu, Svava Bernharðsdóttir á víólu og Sigurður Halldórsson á selló. Gestahljóðfæraleikarar eru Helga Björg Arnardóttir á klarínett og Kristín Mjöll Jakobsdóttir á fagott.

Sérstakur heiðursgestur Camerarctica á tónleikunum er Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran. „Fluttar verða tvær glæsilegar konsertaríur, „Chi sà, chi sà, qual sia“ kv 582 og „Vado, ma dove“ kv 583 og óperuarían „Parto, parto“ úr síðustu óperu Mozarts, La Clemenza di Tito , en þar sýnir Mozart snilligáfu sína og tvinnar leik klarínettunnar saman við söng söngkonunnar á einstakan hátt.“ Tónleikarnir taka u.þ.b. eina og hálfa klukkustund með hléi.