Hrollvekjandi svar.

Hrollvekjandi svar. A-Allir

Norður
KD75
D2
K3
ÁG975

Vestur Austur
Á986 G2
10953 ÁK874
982 D64
K3 D42

Suður
1043
G6
ÁG1075
1086

Suður spilar 4.

Hvað þýðir dobl á gervisögn? Nú, það er misjafnt; gæti verið viðkomandi litur eða þá úttekt með almennan styrk. Yfirleitt skýrist það af samhenginu, en stundum kemur hvort tveggja til greina og þá þarf parið að taka af skarið.

Buras og Narkiewicz nota Bergen-hækkanir – segja 3 og 3 við hálitaropnun makkers til að sýna missterkar hendur með góðan trompstuðning. Hér opnaði Narkiewicz á 1 í austur og Buras stökk í 3 í merkingunni 6-9 punktar með fjórlit í hjarta. Hvernig á norður að taka á því? Spilið er frá úrslitaleik HM.

Hollendingurinn Simon de Wijs sagði pass – kannski af því að dobl hefði verið útspilsvísandi í tígli. En þegar austur sló af í 3 gat de Wijs ekki hamið sig lengur og doblaði til úttektar. Svarið var hrollvekjandi: fjórir tíglar! En enginn doblaði og Bauke Muller slapp einn niður. Hinum megin fór austur tvo niður á 3.