Hænsn Grunur er um salmonellusmit og var því gripið til innköllunar á vörunni.
Hænsn Grunur er um salmonellusmit og var því gripið til innköllunar á vörunni. — Morgunblaðið/Eggert
Grunur er um salmonellusmit í ferskum kjúklingi frá Matfugli ehf. Um er að ræða kjúkling með rekjanleikanúmerinu 215-19-35-1-04 sem seldur er undir vörumerkjum Ali, Bónuss og FK.

Grunur er um salmonellusmit í ferskum kjúklingi frá Matfugli ehf. Um er að ræða kjúkling með rekjanleikanúmerinu 215-19-35-1-04 sem seldur er undir vörumerkjum Ali, Bónuss og FK. Neytendur sem keypt hafa kjúkling með þessu rekjanleikanúmeri eru beðnir að skila honum í viðkomandi verslun eða beint til Matfugls ehf., Völuteigi 2, Mosfellsbæ.

Dreifing á afurðum hefur verið stöðvuð og í samræmi við innra eftirlit fyrirtækisins er unnið að innköllun vörunar. Frekari rannsókna er þörf til þess að staðfesta gruninn en þangað til þykir fyrirtækinu rétt að innkalla vöruna.

„Til að varast óróleika hjá neytendum skal það tekið fram að þessi kjúklingur er hættulaus fari neytendur eftir áprentuðum leiðbeiningum,“ segir í tilkynningu.