Nýsköpun Vel var mætt á samkomuna þar sem nýsköpunarstefna Íslands var kynnt í Sjávarklasanum í gær. Ráðherra var meðal ræðumanna.
Nýsköpun Vel var mætt á samkomuna þar sem nýsköpunarstefna Íslands var kynnt í Sjávarklasanum í gær. Ráðherra var meðal ræðumanna. — Morgunblaðið/Eggert
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir nýsköpunarráðherra kynnti í gær nýja nýsköpunarstefnu fyrir Ísland í Sjávarklasanum.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir nýsköpunarráðherra kynnti í gær nýja nýsköpunarstefnu fyrir Ísland í Sjávarklasanum. Er stefnunni ætlað að gera Ísland betur í stakk búið til að mæta áskorunum framtíðarinnar með því að byggja upp traustan grundvöll fyrir hugvitsdrifna nýsköpun á öllum sviðum. „Nýsköpun er ekki lúxus,“ er haft eftir ráðherranum í tilkynningu vegna þessa.