Tónverkið „Jú víst“ eftir hina 11 ára Láru Rún Eggertsdóttur verður flutt í útsetningu tónskáldsins Tryggva M. Baldvinssonar á tónleikunum Tímaflakk í tónheimum í Eldborg í dag kl. 14.
Tónverkið „Jú víst“ eftir hina 11 ára Láru Rún Eggertsdóttur verður flutt í útsetningu tónskáldsins Tryggva M. Baldvinssonar á tónleikunum Tímaflakk í tónheimum í Eldborg í dag kl. 14. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröð Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Litla tónsprotanum, og verða einnig flutt verk eftir tónskáld á borð við Monteverdi, Bach, Jón Leifs, Mozart, Sveinbjörn Sveinbjörnsson og John Williams. „Jú víst“ er eitt þeirra verka sem hlotið hafa Upptaktinn, tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna, og völdu fulltrúar Sinfóníuhljómsveitar Íslands verk Láru til frekari vinnslu.