Lárus Dagur Pálsson fæddist 6. september 1973. Hann lést 19. október 2019.

Útför hans fór fram 2. nóvember 2019.

Fréttin af fráfalli Lalla var óbærileg og söknuðurinn nístandi. Fjölskyldurnar á ytri og syðri bænum hafa fylgst að um langa hríð og vinskapur okkar við þau hjónin Lalla og Önnu Sif á sér langa sögu, vinskapur sem var heiðarlegur og traustur.

Við þökkum fyrir allar samverustundirnar og minnumst Lalla með hlýju í hjarta. Elsku Anna Sif, Páll Ísak, Ingimar, Kolfinna og stórfjölskyldurnar bæði á Skógarstígnum og á Ytra-Skörðugili, megi góður guð styrkja og styðja ykkur öll á þessum erfiðu tímum. Hvíldu í friði elsku vinur.

Elvar, Fjóla, Ásdís Ósk, Viktoría Eik og Sigríður Elva, Syðra-Skörðugili.

Lárus var mikils metinn hjá HeidelbergCement fyrir vinnusemi, fagmennsku og afburðaþekkingu við framkvæmd verkefna. Þessir eiginleikar ásamt umhyggju og samkennd með starfsfólki sínu voru grundvöllur þess góða árangurs sem hann náði sem yfirmaður starfsemi okkar á Íslandi. Lárus hikaði aldrei frammi fyrir krefjandi verkefnum, heldur sótti í sig veðrið og tókst á við hverja áskorunina á fætur annarri. En framar öllu minnumst við Lárusar fyrir þann frábæra mann sem hann hafði að geyma og gott var að umgangast, því hann var ávallt hlýlegur, umhyggjusamur og einlægur við alla sem urðu á vegi hans.

Fráfall hans er mikill harmur og missir fyrir marga og við sendum ástvinum hans okkar innilegustu samúðarkveðjur og hlýhug.

Giv K. Brantenberg,

framkvæmdastjóri HeidelbergCement í Norður-Evrópu, stjórnarformaður Eignarhaldsfélagsins Hornsteins.