Líney Úlfarsdóttir
Líney Úlfarsdóttir
„Krosssaumur eða rauðir sokkar? Hugmyndasaga öldrunar á Íslandi“ nefnist fyrirlestur sem Líney Úlfarsdóttir sálfræðingur flytur í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands í dag kl. 12.

„Krosssaumur eða rauðir sokkar? Hugmyndasaga öldrunar á Íslandi“ nefnist fyrirlestur sem Líney Úlfarsdóttir sálfræðingur flytur í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands í dag kl. 12. Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröð RIKK á haustmisseri 2019. Þar leitast Líney við að varpa ljósi á þjónustu við aldraða eins og hún hefur verið og hvert við sem samfélag þurfum að stefna.

Líney hefur allan starfsaldur sinn á Íslandi unnið hjá Reykjavíkurborg og lengst af í öldrunarmálum. Hún hefur einnig sinnt stundakennslu á sviði öldrunarsálfræði við Háskóla Íslands. Aðgangur er ókeypis.