Bjalla Gærdagurinn var líflegur.
Bjalla Gærdagurinn var líflegur. — Morgunblaðið/Styrmir Kári
Samanlögð velta í Kauphöll Íslands í gær nam 3,7 milljörðum króna. Mest hækkuðu bréf Kviku , eða um 1,95% í 135 miljóna króna viðskiptum og stendur gengi bréfa bankans í 10,45 kr.
Samanlögð velta í Kauphöll Íslands í gær nam 3,7 milljörðum króna. Mest hækkuðu bréf Kviku , eða um 1,95% í 135 miljóna króna viðskiptum og stendur gengi bréfa bankans í 10,45 kr. Næstmest hækkuðu bréf Sýnar , eða um 1,3% í 179 milljóna króna viðskiptum og stendur gengi bréfa félagsins í 27,35 kr. Umfangsmest voru viðskipti með bréf Marels , og námu þau 423 milljónum króna. Bréf félagsins standa í 590 kr. og hækkuðu um 0,34% í gær. Gengi fasteignafélaganna þriggja lækkaði í gær. Mest allra lækkuðu bréf Reita, eða um 3,38% í 366 milljóna króna viðskiptum. Standa bréf félagsins í 74,3 kr. Bréf Regins lækkuðu næstmest allra félaga, eða um 2,4% í 62 milljóna króna viðskiptum. Standa bréf félagsins í 20,3 kr. Bréf Eikar lækkuðu um 1,35% í 97 milljóna króna viðskiptum og standa í 8,05 kr. Gengi flugfélagsins Icelandair hækkaði um 0,54% í 35 milljóna króna viðskiptum og hefur haldið velli nokkuð vel þrátt fyrir tilkynningu um stofnun hins nýja Play á þriðjudag.