Akraneshöfn Lítið er um fiskvinnslu.
Akraneshöfn Lítið er um fiskvinnslu. — Morgunblaðið/Ómar
Flestir þeirra fjörutíu sem unnu hjá fiskvinnslunni Ísfiski á Akranesi eru komnir á atvinnuleysisbætur. Uppsagnir starfsfólksins tóku gildi um nýliðin mánaðamót.

Flestir þeirra fjörutíu sem unnu hjá fiskvinnslunni Ísfiski á Akranesi eru komnir á atvinnuleysisbætur. Uppsagnir starfsfólksins tóku gildi um nýliðin mánaðamót.

Albert Svavarsson, framkvæmdastjóri Ísfisks, segir að enn sé unnið að því að uppfylla ákveðna skilmála sem Byggðastofnun setti fyrir lánafyrirgreiðslu. Stjórn Byggðastofnunar tók jákvætt í lánsumsókn fyrirtækisins um miðjan október.

Skilmálarnir, segir Albert, lúta meðal annars að hlutafé fyrirtækisins og samningum við lánardrottna. Hann vill ekki tjá sig nánar um það að svo stöddu og vonast til þess að úr leysist á næsta hálfa mánuðinum.

„Þau eru bara komin á atvinnuleysisbætur, flestöll,“ segir hann um starfsfólkið. „Það eru reyndar einhverjir sem eru komnir með aðra vinnu, en flestir eru komnir á atvinnuleysisbætur.“ athi@mbl.is