Þjálfarar Ólafur Jóhannesson og Rúnar Páll Sigmundsson á fréttamannafundi hjá Stjörnunni í gær þar sem Ólafur var kynntur til leiks
Þjálfarar Ólafur Jóhannesson og Rúnar Páll Sigmundsson á fréttamannafundi hjá Stjörnunni í gær þar sem Ólafur var kynntur til leiks — Morgunblaðið/Jóhann Ingi Hafþórsson
Ólafur Jóhannesson var í gær ráðinn þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í knattspyrnu þar sem hann mun starfa við hlið Rúnars Páls Sigmundssonar, sem stýrt hefur Garðabæjarliðinu undanfarin sex ár.

Ólafur Jóhannesson var í gær ráðinn þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í knattspyrnu þar sem hann mun starfa við hlið Rúnars Páls Sigmundssonar, sem stýrt hefur Garðabæjarliðinu undanfarin sex ár. Samningur Ólafs við Stjörnuna er til tveggja ára, en hann lét af störfum hjá Val í haust. Ólafur þjálfaði Valsliðið í fimm ár og undir stjórn hans varð liðið tvívegis Íslandsmeistari og bikarmeistari í tvígang. Ólafur gerði FH að Íslandsmeisturum þrisvar sinnum og bikarmeisturum einu sinni. Þá var Ólafur þjálfari íslenska landsliðsins á árunum 2007 til 2011.

Smiðurinn úr Hafnarfirði sagði í samtali við mbl.is á dögunum að hann ætlaði að taka sér frí frá þjálfun en fríið var ekki langt og hann er nú mættur til starfa í Garðabænum. Ólafur, sem er 62 ára gamall, hefur verið í þjálfun meira og minna í tæp 40 ár, en auk þess að þjálfa FH og Val hefur hann þjálfað Einherja Skallagrím, Þrótt Reykjavík, Selfoss og ÍR. Sjá viðtal við Ólaf á mbl.is/sport.

gummih@mbl.is