Söngur Vox Feminae hefur lengi gefið tóninn í listalífi landsmanna.
Söngur Vox Feminae hefur lengi gefið tóninn í listalífi landsmanna.
Kvennamegin er yfirskrift málþings um söng og samhljóm kvenna sem haldin verður í Veröld – húsi Vigdísar næstkomandi laugardag, 9. nóvember.

Kvennamegin er yfirskrift málþings um söng og samhljóm kvenna sem haldin verður í Veröld – húsi Vigdísar næstkomandi laugardag, 9. nóvember. Með tónlist og áhugaverðum erindum verður fjallað um kórsöng kvenna, en tilefnið er 25 ára afmæli kvennakórsins Vox Feminae um þessar mundir. Málþingið hefst á söng kórsins undir stjórn Hrafnhildar Árnadóttur Hafstað en svo koma fjölbreytt erindi.

Nostalgían og núið er yfirskrift erindis Ásdísar Björnsdóttur, félaga í Vox Feminae til 25 ára, og Hljóð handan heima er titill Margrétar J. Pálmadóttur sem stýrir Söngskólanum Domus Vox. Það erindi mun Kolbrún Völkudóttir leikkona einnig flytja á táknmáli. Frá Grottasöng til Máríukvæða heitir erindi Ásdísar Egilsdóttur, prófessors emerita. Fleira mætti þá tiltaka af erindum. Þá kemur Stúlknakór Reykjavíkur fram á málþinginu, en honum stjórna Margrét J. Pálmadóttir og Sigríður Soffía Hafliðadóttir.