Katthóll eftir Guðmund Steinsson verður leiklesið í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld kl. 19.30 og er um frumflutning verksins að ræða.
Katthóll eftir Guðmund Steinsson verður leiklesið í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld kl. 19.30 og er um frumflutning verksins að ræða. Leikritið gerist í íslenskum nútíma þar sem ungum syni hjóna finnst foreldrarnir ekki sýna sér nægan áhuga og ástúð og smíðar sér af þeim sökum nýja foreldra í formi vélmenna. Leikstjóri er Stefán Baldursson og meðal flytjenda Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Kristján Franklín Magnús. Lesturinn verður endurtekinn sunnudaginn 10. nóvember kl. 16.