Björn Ingimarsson
Björn Ingimarsson
Sveitarstjórnir Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarðar, Djúpavogshrepps og Borgarfjarðarhrepps taka þessa dagana fyrir tillögur samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaganna og niðurstöður atkvæðagreiðslu þar sem sameining var samþykkt.

Sveitarstjórnir Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarðar, Djúpavogshrepps og Borgarfjarðarhrepps taka þessa dagana fyrir tillögur samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaganna og niðurstöður atkvæðagreiðslu þar sem sameining var samþykkt. Gert er ráð fyrir að þær skipi fulltrúa í undirbúningsstjórn og ákveði verkefni hennar.

Björn Ingimarsson, bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði og formaður samstarfsnefndarinnar, á von á því að um miðjan mánuðinn verði allar sveitarstjórnirnar búnar að fjalla um málið og undirbúningsstjórn komin með fullt umboð til að hefja formlegan undirbúning.

Verkefnið er að semja drög að samþykktum, undirbúa aðlögun stjórnsýslunnar og ákveða kjördag. Björn segir að þegar sé byrjað að undirbúa samræmingu bókhalds.

Áætlað er að sveitarstjórn hins sameinaða sveitarfélags verði kosin í aprílmánuði og hún taki til starfa hálfum mánuði síðar. helgi@mbl.is